Keppa um „svölustu eftirmælin"

Þýsk útvarpsstöð þykir hafa farið talsvert yfir strikið með keppni um svölustu grafskriftina. Er hlustendum boðið að senda inn þá grafskrift sem það vill hafa á legsteini sínum þegar það deyr. Útvarpsstöðin ætlar að borga útförina fyrir hinn heppna sigurvegara.

Yfir 600 manns hafa þegar tekið þátt í keppninni, sem Radio Galaxy í Bæjaralandi stendur fyrir. Úrslitin verða tilkynnt á morgun.  

Fram kemur á vef breska útvarpsins BBC, að samtök útfararstjóra hafi höfðað mál gegn útvarpsstöðinni en Jens Pflüger, einn af eigendum Radio Galaxy, segir að keppninni sé ætlað að vinna gegn bannhelgi samfélagsins og fá ungt fólk til að tala um dauðann. 

„Við vildum auka skilning meðal ungs fólks á þessu erfiða viðfangsefni," sagði hann við BBC. 

Verðlaunin eru 3000 evrur, nærri hálf milljón króna, en skilyrði er að fénu verði varið til að kaupa útfarartryggingu. 

BBC segir, að keppendur gætu sem best gengið í smiðju genginna stórmenna. Þannig hafi Winston Churchill sagt á banabeði sagt: „Ég er reiðubúinn að ganga á fund skapara míns. En það er annað mál hvort skaparinn þolir að hitta mig." 

Grafskrift gamanleikarans Spike Milligan er: „Ég sagði ykkur að ég væri veikur."

Og söngvarinn Frank Sinatra valdi titilinn á einu laga sinna sem grafskrift: „Það besta er eftir." 
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.