Uppselt í forsölu á Eagles

Rokksveitin heimskunna The Eagles mun koma fram í Laugardalshöll 9. …
Rokksveitin heimskunna The Eagles mun koma fram í Laugardalshöll 9. júní nk.

Miðasala á tónleika Eagles fyrir N1 korthafa hófst kl. 10 í morgun. Að sögn skipuleggjenda seldust 5.000 miðar (2.500 miðar fyrir hvort svæði) upp á 45 mínútum. Miðar á svæði A, sem er dýrara svæðið, seldust upp á 10 mínútum.

Enn eru 5.000 miðar í boði sem fara í almenna sölu á morgun. Almenn miðasala hefst á midi.is kl. 11. 

Ísleifur B. Þórhallsson, markaðsstjóri hjá Senu, segir í samtali við mbl.is salan hafi gengið vonum framar. „Það voru 2.500 A-miðar og 2.500 B-miðar í sölu og það tók 10 mínútur að klára A-miðana og B-miðarnir voru að klárast fyrir nokkrum mínútum. Þannig að það er uppselt í N1 forsölu.“ segir Ísleifur.

Alls voru því 10.000 miðar í boði og fer hinn helmingurinn í sölu á morgun, sem fyrr segir. „Það er almenn sala fyrir hvern sem er á midi.is,“ segir Ísleifur og bætir við að þá séu einnig í boði 2.500 miðar í hvort svæði.

Miði á svæði A kosta 19.900 kr. og á svæði B kostar miðinn 14.900 kr.

„Þetta er ekki að koma okkur stórkostlega á óvart, en þetta er alveg svakaleg eftirspurn eftir miðum,“ segir Ísleifur. Hann gerir fastlega ráð fyrir því síðustu miðarnir muni seljast hratt upp á morgun.

„Það er alveg deginum ljósara að 10.000 miðar eru allt of fáir miðar á þessa tónleika.“

Tónleikarnir fara fram í Laugardalshöllinni hinn 9. júní næstkomandi. Það er afþreyingarfyrirtækið Sena sem stendur fyrir tónleikunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant