Fjölbreytnin í fyrirrúmi

Músíktilraunir 2011. Hljómsveitin Estrógen
Músíktilraunir 2011. Hljómsveitin Estrógen mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Músíktilraunir hófust í kvöld í Tjarnarbíói með leik tíu sveita en næstu þrjú kvöld munu svo 27 sveitir troða upp til viðbótar.

Fjölbreytnin var áberandi þetta fyrsta kvöld; þungarokk, draumapopp, teknó og nýbylgjurokk og allt þar á milli. Fóru leikar þannig að nýrokksveitin For the Sun is Red frá Garðabæ fór áfram á sal en dómnefnd hleypti draumapoppsbandinu Samaris áfram, sem hefur m.a. á að skipa Jófríði Ákadóttur úr Pascal Pinon. Úrslitakvöldið fer svo fram eftir viku, laugardaginn 2. apríl, í Íslensku óperunni.

Í fyrra var það sveitin Of monsters and men sem sigraði en hún gerði samning við íslensku útgáfuna Record Records á dögunum.

Músíktilraunir 2011 , Hljómsveitin No class
Músíktilraunir 2011 , Hljómsveitin No class mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is