„Þetta er svakalegasti urriði sem ég hef séð“

Tómas Zahniser hampar urriðatröllinu sem hann veiddi í Þingvallavatni, áður …
Tómas Zahniser hampar urriðatröllinu sem hann veiddi í Þingvallavatni, áður en honum var sleppt.

„Þetta er svakalegasti urriði sem ég hef séð og stærsti silungur sem ég hef veitt. Ég mun aldrei aftur ná öðrum svona, “ segir Tómas Zahniser sem veiddi sannkallað tröll í Þingvallavatni á sunnudaginn var, 1. maí, en þá hófst stangveiðin í vatninu eins og í mörgum fleiri silungsvötnum víða um land.

Þessi vel haldni og silfurgljáandi hængur var 94 cm langur, ummálið 59 cm og hann vó 11,4 kíló, um 23 pund. Uriðinn tók flugu, Black Ghost-„sun burst“.

„Að sjálfsögðu sleppti ég honum þegar hann var búinn að jafna sig,“ segir Tómas.

Margir veiðimenn halda til veiða í Þingvallavatni á þessum tíma, þegar urriðinn kemur upp á grunnið og er líklegur til að taka agn veiðimanna. Tómas hélt til veiða ásamt félaga sínum og segir að lengi vel hafi ekkert gengið. „Við vorum eiginlega hættir að vonast eftir einhverju,“ segir hann, en síðan settu þeir í fjóra og lönduðu þeim öllum. Hinir þrír voru tiltölulega litlir en svo negldi þessi stóri.

„Hann tók frekar djúpt,“ segir Tómas. „Fyrst hélt ég að þetta væri fínn tólf til fjórtán punda fiskur en eftir tvær mínútur áttaði fiskurinn sig á því að eitthvað væri að og þá áttaði ég mig líka á því að hann hlyti að vera yfir tuttugu pund! Þetta var eins og að vera með einn stóran vöðva á hinum endanum, hrikaleg orka.“

Fleiri veiðimenn settu í fallega urriða í Þingvallavatni á sunnudaginn, þar á meðal Cezary Fijalkowski sem landaði þremur sem vógu 11, 8 og 7 pund.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert mjög hænd/ur að vissri manneskju, en sambandið hefur breyst. Mundu að þú getur ekki vænst þess að aðrir sýni þér örlæti nema þú gerir það sama.