Vill fá Pippu í klámmynd

Pippa á svölum Buckinghamhallar ásamt prinsinum Harry.
Pippa á svölum Buckinghamhallar ásamt prinsinum Harry. Reuter

Eitt stærsta klámframleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum, Vivid Entertainment, hefur boðið Pippu Middleton, mágkonu Vilhjálms Bretaprins, 573 milljónir íslenskra króna fyrir að koma fram í klámmynd á vegum fyrirtækisins.

Forstjóri Vivid, Steven Hirsch, sagði í bréfi til Pippu að hann væri sannfærður um það eftir að hafa horft á konunglega brúðkaupið, að útlit hennar og fas gæti gert hana að klámmyndastórstjörnu.

Enn fremur bauð hann henni fyrrnefnda upphæð fyrir að koma fram í einu atriði í væntanlegri mynd og bætti því reyndar við að hann væri tilbúinn að greiða bróður hennar James 114 milljónir fyrir að koma fram í öðru atriði.

Til þess að gera tilboðið enn álitlegra tók hann svo sérstaklega fram að Pippa fengi að sjálfsögðu að velja mótleikara sinn sjálf.

Það fylgir ekki sögunni hvort Pippa hafi svarað tilboðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina