Drusluganga í Lundúnum

Frá druslugöngunni í Lundúnum.
Frá druslugöngunni í Lundúnum. Reuters

Þúsundir kvenna fór í svokallaða druslugöngu í Lundúnum í dag þar sem þær ítrekuðu rétt sinn til þess að ganga í eins miklum eða litlum fötum og þær kysu án þess að eiga á hættu að sæta kynferðisofbeldi af hálfu karla.

Flestar kvennanna voru í hversdagslegum fötum en sumar þeirra klæddust efnislitlum fötum þar sem þær gengu að Trafalgar-torgi í miðborginni. Héldu margar þeirra mótmælaspjöldum á lofti með slagorðum eins og „Þetta er kjóll, hann þýðir ekki já“ og „Nei þýðir nei“.

Drusluganga var fyrst haldin í Toronto í Kanada fyrr á þessu ári eftir að lögreglumaður þar í borg olli hneykslan með því að segja að konur ættu að að sleppa því að klæða sig eins og druslur svo að þeim yrði ekki nauðgað í ræðu yfir háskólanemum.

Mótmæli af þessum toga breiddust fljótlega um heiminn þar sem konur mótmæltu því að fórnarlömb kynferðisglæpa bæru einhverja ábyrgð á því að á þau væru ráðist vegna klæðaburðar þeirra.

Boðað hefur verið til druslugöngu í Reykjavík þann 23. júlí. Yfirlýst markmið göngunnar er að uppræta þá fordóma sem endurspeglast í áherslu á klæðaburð og ástand brotaþola í umræðu um kynferðisofbeldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant