Hugh Hefner plankar

Hefner að planka.
Hefner að planka. mbl.is/Twitter/annasophiab

Planka-æðið svokallaða virðist engan endi ætla að taka og sá nýjasti í planka-genginu er sjálfur Hugh Hefner.

Það var nýjasta kærasta Hefners, Anna Sophia Berglund, sem fékk hann til þess arna og setti myndina inn á Twitter síðuna sína. Mörgum á þó að hafa brugðið enda lítur eiginlega út eins og Hefner hafi gefið upp öndina á myndinni. 

Það er þó í góðu lagi með gamla - hann var bara að planka!

Kærustur Hefner planka.
Kærustur Hefner planka. mbl.is/Twitter/annasophiab
mbl.is