Ben Stiller var á 101 í gærkvöldi

Ben Stiller,
Ben Stiller, Reuters

Stórleikarinn Ben Stiller er staddur á Íslandi og í gærkvöldi lét hann fara vel um sig á 101. Heimildarmaður mbl.is sagði í samtali við vefmiðilinn að leikarinn hefði verið pollrólegur og setið og spjallað. Leikarinn var ekki einn á ferð því hann var með fleira fólki.

Leikarinn sat uppi, við svarta spegilinn, og fékk sér drykk. Vera leikarans á staðnum hefur líklega spurst út því á einhverjum tíma fylltist staðurinn af kvenfólki.

mbl.is