Tæp 20% Búlgara til í að selja atkvæði sitt

Algengt er að atkvæði séu seld í Búlgaríu
Algengt er að atkvæði séu seld í Búlgaríu Reuters

Rúmlega 12% Búlgara eru reiðubúnir til að selja atkvæði sitt og 6,8% eru til í það fái þeir meira greitt fyrir það en gengur og gerist í búlgörskum kosningum. Þing- og forsetakosningar fara fram í Búlgaríu á sunnudag en landið er eitt fátækasta aðildarríki Evrópusambandsins.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem samtökin Transparency International gerðu meðal kjósenda í Búlgaríu. Í fyrri kosningum hefur atkvæðið yfirleitt verið seld á um 30 leva, um 2.400 krónur, í strjábýli en meira fæst fyrir atkvæðið í þéttbýli eða 50 leva.

Af þeim eitt þúsund sem tóku þátt í könnuninni sögðu 7% að þeir væru beittir þrýstingi frá vinnuveitendum um hvaða frambjóðendur þeir ættu að merkja við á kjörstað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viðbúin/nn því að þurfa að verja mál þitt. Þú þarft að stappa stálinu í unglinginn. Þú færð launahækkun.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu viðbúin/nn því að þurfa að verja mál þitt. Þú þarft að stappa stálinu í unglinginn. Þú færð launahækkun.