Middleton með barni?

Friðrik krónprins Danmerkur, Mary eiginkona hans, Vilhjálmur Bretaprins og Kate ...
Friðrik krónprins Danmerkur, Mary eiginkona hans, Vilhjálmur Bretaprins og Kate Middleton. Reuters

Fjölmiðlar víða um heim veltu vöngum yfir því í dag hvort Kate Middleton, hertogaynjan af Cambridge, sé með barni eftir að hún neitaði að borða hnetusmjör í opinberri heimsókn í Danmörku. Middleton er ekki með ofnæmi fyrir hnetum og ráðleggja læknar ófrískum konum að halda sig frá hnetum og hnetuafurðum.

Middleton og eiginmaður hennar, Vilhjálmur Bretaprins, eru nú stödd í Kaupmannahöfn. Í dag heimsóttu þau dreifingarmiðstöð Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna ásamt Friðriki krónprinsi og eiginkonu hans Mary. Þar voru þau m.a. frædd um neyðarástandið sem ríkir í austurhluta Afríku og í tengslum við það var þeim boðið að smakka hluta af þeim mat sem er í matarpökkum sem dreift er á þeim svæðum þar sem hungursneyðin er sem mest. Var þeim þá m.a. boðið að smakka hnetusmjörið og þáðu það allir með þökkum nema Middleton.

mbl.is

Bloggað um fréttina