Elvis Costello aflýsir tónleikum

Breski tónlistarmaðurinn Elvis Costello hefur frestað tónleikum sem hann ætlaði …
Breski tónlistarmaðurinn Elvis Costello hefur frestað tónleikum sem hann ætlaði að halda í Hörpu 21. nóvember. Reuters

Fyrirhuguðum tónleikum Elvis Costello í Hörpu mánudaginn 21. nóvember hefur verið frestað. Faðir Costello, Ross MacManus hefur verið að glíma við veikindi sem nú hafa ágerst svo að Costello sér sér ekki fært annað en að fara til Englands og vera við hlið hans. 

Í dag, sunnudag, átti Costello að koma fram í Stokkhólmi, en síðan voru tónleikar fyrirhugaðir í Malmö, Brussel, Eindhoven og svo hér í Reykjavík á mánudagskvöldið í næstu viku. Skipuleggjendur tónleikaferðarinnar og tónleikahaldararnir á þessum stöðum bíða átekta á meðan staðan á heilsu föður hans skýrist. En fullur vilji er hjá báðum aðilum að klára þessa fimm tónleika snemma á næsta ári, samkvæmt fréttatilkynningu. Skipuleggjendur segja þó að það verði einhverjir dagar, hugsanlega vikur þangað til að það liggur fyrir.

Uppselt var á tónleikana, sem áttu að vera í Eldborg Hörpu, samkvæmt heimasíðu Hörpu.

F.v.: Einar Bárðarson tónleikahaldari, listamennirnir Elvis Costello og Diana Krall, …
F.v.: Einar Bárðarson tónleikahaldari, listamennirnir Elvis Costello og Diana Krall, Paul Weeler framkvæmdastjóri tónleikaferðar Diana Krall.
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.