Ætlar að gera bíómynd um Walesa

Frelsishetja og fyrrum forseti Póllands, Lech Walesa
Frelsishetja og fyrrum forseti Póllands, Lech Walesa AP

Þekktasti kvikmyndagerðarmaður Póllands, Andrzej Wajda, ætlar að gera bíómynd um ævi Lech Walesa, sem var leiðtogi verkalýðshreyfingarinnar Samstöðu, Nóbelsverðlaunahafi og síðar forseti Póllands.

Wajda, sem er orðinn 85 ára gamall, segir að þessi mynd verði sú erfiðasta sem hann hafi gert á ferli sínum.

Walesa var leiðtogi Samstöðu þegar Pólland var að brjóta af sér hlekki kommúnismans. Aðgerðir Samstöðu mörkuðu þáttaskil í sögu Póllands og höfðu víðtæk áhrif á þróun mála í allri A-Evrópu.

Aldrei hefur verið gerð mynd um Walesa í Póllandi. „Mig langar ekki að gera það, en ég verð,“ sagði Wajda og vísaði til frægra ummæla Walesa þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta Póllands eftir að stjórn kommúnista féll árið 1989.

Ráðgert er að bíómyndin verði frumsýnd næsta haust, en myndataka hefst strax í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina