Simon Cowell verður einn um jólin

Simon Cowell.
Simon Cowell. mbl.is/Cover Media

Fyrrverandi Idol-dómarinn Simon Cowell er búinn að ákveða að vera einn um jólin. Farið er að fjara undan ástarsambandi hans og Mezhgan Hussainy og því ákvað hann að fljúga einn í jólafrí til Barbados. Cowell verður út alla næstu viku við upptökur á bandarísku útgáfunni af The X Factor og flýgur á jóladag í fríið. Cowell hefur haft í mörgu að snúast þetta árið, mikið álag hefur verið í vinnunni og svo hafa ástamálin tekið sinn toll. Cowell horfir því með tilhlökkun til frísins á Barbados og kvíðir ekki einverunni.

Haft er eftir heimildamanni breska dagblaðsins The Mirror að Cowell hafi ákveðið að einbeita sér að sjálfum sér yfir hátíðina og njóta þess að slappa af í sólinni. Árið hafi verið erfitt, mikil vinna og erfiðleikar í sambandi þeirra Hussainy. Hlutirnir hafi ekki alveg gengið upp hjá Cowell árið 2011; bandaríski X Factor-þátturinn hafi ekki staðið undir væntingum og breski þátturinn hafi tapað miklu áhorfi í fjarveru hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.