Kærir stuld á ástarlagi sem varð jólalag

Gísli Helgason.
Gísli Helgason.

„Ég mun leita allra leiða til þess að leita réttar míns í þessu máli enda get ég ekki sætt mig við þetta,“ segir Gísli Helgason blokkflautuskáld, en hann hefur kært lagið „Bráðum koma jólin“ með söngkonunni Regínu Ósk til STEFs, sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, þar sem lagið sé eftir hann en hann samdi það fyrir tveimur áratugum og nefndi „Ástarljóð á sumri“.

Lagið „Bráðum koma jólin“ mun upphaflega hafa verið gefið út í fyrra og er Trausti Bjarnason skráður höfundur þess. Gísli segist hins vegar fyrst hafa heyrt lagið í gær á netinu.

„Þegar ég heyrði þetta fékk ég bara vægt sjokk,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Hann hafi í kjölfarið haft samband við Regínu Ósk sem hafi tjáð honum að hún hafi fengið lagið hjá Trausta í þeirri trú að það væri eftir hann.

Tekið fyrir af matsnefnd

„Regína samdi textann við lagið og syngur það mjög vel. En lagið er hins vegar einfaldlega eftir mig,“ segir Gísli.

Hann segist ítrekað hafa reynt að ná í Trausta vegna málsins, enda hafi hann alls ekki viljað koma í bakið á honum með það, en án árangurs. Hann hafi því ákveðið í gærkvöldi að senda Trausta tölvupóst og láta hann vita að hann ætlaði að leita réttar síns. Hann segist ekki ætla mönnum að gera svona vísvitandi en það sé hins vegar ekki hægt að horfa fram hjá þessu máli.

„Lagið er svo oft búið að koma út á geisladiskum síðan ég samdi það að ég hef alveg óvefengjanlegan rétt í þessu máli að mínu viti,“ segir Gísli. Aðspurður segir hann næsta skref vera að matsnefnd STEFs taki málið fyrir og gefi álit sitt og framhaldið ráðist síðan af því. „Ég náttúrulega vona að þetta mál verði bara leyst innan STEFs svo ég þurfi ekki að fara í einhver málaferli,“ segir Gísli en þeir Trausti eru þar báðir félagsmenn.

Gísli segist helst hefði viljað að upplaginu af geisladiskinum yrði einfaldlega fargað en þar sem hann hafi komið út í fyrra sé það ekki hægt. „Ég mun hins vegar fara fram á að lagið verði skráð á mig og ég fái öll höfundargjöld af laginu og það kemur ekki til greina að skipta því enda er lagið alfarið mitt,“ segir Gísli.

Ástarljóð til konunnar

Gísli segir að lagið „Ástarljóð á sumri“ hafi verið samið í Nordköping í Svíþjóð árið 1991 þegar hann var staddur á norrænni umhverfisráðstefnu á vegum Norrænu félaganna. „Þar varð þetta lag til. Þetta er svona ástarljóð án orða til konunnar minnar,“ segir Gísli.

Smelltu hér til þess að hlusta á lagið "Bráðum koma jólin"

Smelltu hér til þess að hlusta á lagið "Ástarljóð á sumri"
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson