Áhuginn liggur í listunum

Hrafnkell Flóki K. Einarsson dúx úr Borgarholtsskóla
Hrafnkell Flóki K. Einarsson dúx úr Borgarholtsskóla mbl.is/Ómar Óskarsson

Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson dúxaði fyrir jól í Borgarholtsskóla. Hann hlaut ágætiseinkunnina 9,11 og fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur, m.a. í margmiðlunarhönnun, íslensku, ensku, sögu, félagsfræði og listgreinum. Hann segist að vonum afar ánægður með að hafa orðið dúx. „Það var aukabónus við að klára skólann,“ segir Hrafnkell. Hann kláraði listnámsbraut síðasta vor en ákvað að bæta við sig stúdentsprófi og er það hér með í höfn.

Hrafnkell hefur að auki verið öflugur í félagslífinu en hann hefur setið í nýnemaráði, listanefnd og verið gjaldkeri í stjórn. „Það var mjög fyndin stjórn. Við fórum hópur af hálfreynslulausum krökkum á listnámsbrautinni í framboð, þannig séð í gríni,“ segir hann. „Þetta grín varð að fúlustu alvöru og við unnum kosningarnar og komumst öll inn,“ segir hann. Blaðamaður nefnir að þetta hljómi eins og framboð Besta flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar 2010. „Já, ég á ekki langt að sækja það,“ segir Hrafnkell en faðir hans, tónlistarmaðurinn Einar Örn Benediktsson, er borgarfulltrúi Besta flokksins.

Ghostigital og Captain Fufanu

Hrafnkell segir áhugasvið sitt afdráttarlaust liggja í listum. Hann hefur lært á djasstrompet og klassískan trompet við tónlistarskóla FÍH, auk þess að hafa spilað með Ghostigital síðan hann var 10 ára. Þá er hann í teknósveitinni Captain Fufanu ásamt félaga sínum og síðan í haust hefur hann verið í læri hjá Frosta Gnarr, grafískum hönnuði hjá Frosta Gnarr stúdíó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Ferðalög eru þínar ær og kýr og þú skalt bara láta það eftir þér að skipuleggja draumaferðina hvað sem hver segir. Skrifaðu lista yfir verkefni sem þarf að klára.