Contraband tekjuhæst

Veggspjaldið fyrir Contraband.
Veggspjaldið fyrir Contraband.

Allt stefnir í að kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, verði tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um helgina, samkvæmt mælingu vefjarins boxoffice.com. Áætlar vefurinn að tekjur af myndinni muni nema 24 milljónum dollara sem svarar til 3 milljarða króna.

Hollywoodmynd Baltasars Kormáks er með Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum og var frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag. Myndin fékk langmesta aðsókn í bandarískum kvikmyndahúsum á föstudag og námu tekjur af sýningu hennar þá 8,7 milljónum dala.

Næsttekjuhæsta mynd helgarinnar er Beauty and the Beast með 21,5 milljónir dollara í tekjur og í þriðja sæti er Mission: Impossible - Ghost Protocol með 11,5 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina