David Lynch ávarpar áheyrendur

David Lynch.
David Lynch.

Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn David Lynch mun ávarpa áheyrendur í Gamla bíói á ráðstefnu Íslenska íhugunarfélagsins.

Lynch kom til Íslands fyrir þremur árum til að kynna innhverfa íhugun í kjölfar íslenska efnahagshrunsins. Frá þeim tíma hafa um 1400 Íslendingar lært innhverfa íhugun á námskeiðum Íslenska íhugunarfélagsins, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Af því tilefni verður dagskrá í Gamla bíói miðvikudaginn 9. maí næstkomandi þar sem kvikmyndaleikstjórinn mun ávarpa gesti og svara fyrirspurnum í gegnum SKYPE.

Lynch kom hingað til lands fyrir þremur árum fyrir atbeina Sigurjóns Sighvatssonar kvikmyndaframleiðanda til að kynna íhugunartækni Maharishi Mahesh Yogi, innhverfa íhugun.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson