Alþjóðlegt hlustunarpartí Sigur Rósar

Valtari kemur út 28. maí.
Valtari kemur út 28. maí.

Aðdáendur Sigur Rósar geta farið inn á heimasíðu hljómsveitarinnar kl. 19 að íslenskum tíma og hlustað á nýjustu plötu hennar, sem nefnist Valtari.

Fram kemur í tilkynningu að um alþjóðlegt hlustunarpartí á netinu sé að ræða.

Eru aðdáendur sveitarinnar hvattir til að tísta og setja inn myndir á Instagram frá hlustunarpartíunum sínum með #valtarihour auðkenninu.

Þá segir að á sama tíma muni fjölmargar útvarpsstöðvar í Bandaríkjunum halda upp á „Valtari Hour“ með því að spila plötuna í heild sinni kl. 19 í sínu tímabelti.

mbl.is