Donna Summer látin

Diskódrottningin Donna Summer lést í dag, 63 ára gömul, eftir baráttu við krabbamein. Þetta kom fram í tilkynningu frá fjölskyldu hennar í dag.

Söngkonan, sem varð þekkt á sjöunda áratugnum fyrir smelli á borð við „Hot Stuff“ og „Bad Girls“ áður en lög á borð við „She Works Hard for the Money“ urðu vinsæl á áttunda og níunda áratugnum, var búsett í Flórída í Bandaríkjunum.

Summer var einn virtasti tónlistarmaður diskótímans og vann Grammy-verðlaun í fimm skipti.

Stjörnur á borð við Madonnu, Bruce Springsteen og David Bowie voru aðdáendur hennar.

„Við syrgjum fráfall hennar en finnum frið í því að fagna mögnuðu lífshlaupi hennar og varðveislu minningar hennar. Orð fá ekki lýst þakklæti okkar fyrir bænir ykkar fyrir fjölskyldu okkar á þessum viðkvæma tíma,“ sagði í tilkynningu frá fjölskyldu Summer.

Donna Summer árið 2009.
Donna Summer árið 2009. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina