Fáklædd í Vogue

Jennifer Lopez gat ekki sagt nei þegar stjörnuljósmyndarinn Mario Testino bað um að fá að mynda hana í baðfötum fyrir bandaríska tímaritið Vogue.

Á myndunum, sem birtast í júníhefti blaðsins, er söngkonan að venju fögur og kynþokkafull en hátískubaðfatnaðurinn sem hún klæðist er frá Max Azria, Chanel, Gucci, Eres og Matthew Zink.

Myndir má skoða HÉR

mbl.is