Bieber ein valdamesta stórstjarnan

Táningurinn Justin Bieber veit ekki aura sinna tal.
Táningurinn Justin Bieber veit ekki aura sinna tal.

Poppstjarnan og hjartaknúsarinn Justin Bieber prýðir forsíðu nýjasta Forbes en hann er í þriðja sæti tímaritsins yfir valdamestu stórstjörnurnar í Bandaríkjunum. Bieber er aðeins 18 ára. Efst á listanum trónir söng- og leikkonan Jennifer Lopez og því næst kemur Oprah Winfrey.

Skv. listanum skýtur söngvarinn, sem hefur þénað um 14 milljarða króna undanfarin tvö ár,  stórstjörnum á borð við Rihönnu, Lady Gaga, Britney Spears og Kim Kardashian ref fyrir rass þrátt fyrir að aðeins þrjú ár séu liðin síðan fyrsta platan hans kom út.

Bieber hefur á þessum skamma tíma tekist að selja um 15 milljónir platna. Hann hefur haldið 157 tónleika í á þriðja tug landa og seldust á þá miðar fyrir 20 milljarða króna. Heimildarmyndin Justin Bieber: Never Say Never skilaði fjórum milljörðum í kassann fyrstu sýningarhelgina og í það heila 13 milljörðum. Rakspírinn hans Someday seldist fyrir 8 milljarða fyrsta hálfa árið sem það var í sölu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant