Siggi málar á gafl Hönnunarmiðstöðvar

Listamaðurinn Siggi Eggertsson.
Listamaðurinn Siggi Eggertsson.

Grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson mun í dag mála vegglistaverk á gafl húss Hönnunarmiðstöðvar Íslands í Vonarstræti 4b.

Er það jafnframt fyrsta vegglistaverk Sigga sem hefst handa kl. 9 og er búist við að verkinu ljúki fyrir kl. 17 en þá verður verkinu fagnað með teiti í Hönnunarmiðstöðinni.