Elvis Costello í Hörpu á sunnudag

Elvis Costello á tónleikum.
Elvis Costello á tónleikum. Reuters

Grammyverðlaunahafinn Elvis Costello heldur tónleika í Hörpu á sunnudaginn. Costello á að baki litríkan tónlistarferil. Hann ögrar sér og aðdáendum sínum á hverju ári og spannar ferill hans allt frá nýpönki yfir í léttsveiflu og samstarf við meistara Tony Bennett, segir í fréttatilkynningu.

Diana Krall, eiginkona Costellos, verður með honum í för. Costello kom til landsins árið 
2003 með þá unnustu sinni Diönu Crall en þá hélt Concert tónleika með henni í 
Laugardalshöll. Concert hefur síðan unnið að því að fá Costello til að halda tónleika hér á landi.

Þetta eru síðustu tónleikar kappans á tónleikaferð sem hann þurfti að fresta í fyrra vegna veikinda föður síns. Tónleikarnir áttu upphaflega vera 21. nóvember en ferðinni var frestað um miðjan nóvember.

Á heimasíðu á netinu er hægt að leggja inn óskalög fyrir tónleikana.

Enn er hægt að nálgast miða tónleikana hér.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu áfram að leggja að þér við vinnuna og skipulegði þig heima og í vinnunni. Leggðu gamla hluti til hliðar og haltu á vit framtíðarinnar.