Sænskir karlar pissi sitjandi

mbl.is

Sænskur bæjarfulltrúi vill að allir karlmenn pissi sitjandi þurfi þeir að nota salerni í ráðhúsi bæjarins Sörmland.

Viggo Hansen lagði þessa tillögu fram á fundi bæjarstjórnar fyrr í þessari viku. Í frétt AFP segir að þekkt sé að sænskir drengir séu hvattir til að pissa sitjandi á leikskólum landsins en upphaflega var sagt frá málinu í héraðsfréttablaðinu Folket.

Hansen segir að með þessu megi auka hreinlæti og bæta heilsu en rannsóknir sýni að með því að pissa sitjandi minnki hættan á vandamálum í blöðruhálskirtli. Þá segir í tillögu bæjarfulltrúans að með því að pissa sitjandi megi ennfremur bæta kynlífið.

Bæjarráðið hefur ár til að afgreiða tillöguna.

mbl.is