Strákastelpa í kjól

Jason Segel hefur ekkert á móti því að kela við ...
Jason Segel hefur ekkert á móti því að kela við Emily Blunt. mbl.is/ Cover Media

Jason Segel, sem aðdáendur How I met your mother-þáttanna þekkja sem Marshall Eriksen, kemur að framleiðslu og skrifum á nýju Hollywood-myndinni The Five-Year Engagement. Segel er afar ánægður með aðalleikkonuna Emily Blunt en hann segir hana mikla strákastelpu.

„Við höfum þekkst í nokkur ár,“ sagði hann í breska sjónvarpsþættinum Daybreak. „Emily er strákastelpa í kjól. Hún er hluti af strákahópnum. Hún drekkur þig undir borðið en svo fer hún í kjól og þá er hún fallegasta kona sem þú hefur séð. Hún er fullkomin í aðalhlutverk myndarinnar.“ Jason hefur einnig gantast með að Emily hafi verið valin því hann langi til þess að kela við hana.   

Jason er staddur um þessar mundir í London til að kynna myndina. Þar hefur rignt mikið síðustu daga en gamanleikarinn segir það ekki trufla sig: „Ég kann vel við mig í þessu veðri. Ég lít mun betur út í nokkrum lögum af fötum heldur en ber að ofan. Ég er ekki gerður fyrir ströndina,“ segir hann hlæjandi.

mbl.is