Cruise og fjölskylda lent í Reykjavík

Bandaríski leikarinn Tom Cruise lenti á Reykjavíkurflugvelli í einkaþotu nú í morgun. Með honum í för eru eiginkonan og leikkonan Katie Holmes og dóttirin Suri. Fjölskyldan er nú komin á Nordica hótel í Reykjavík og þar er mikil öryggisgæsla. Var bíl fjölskyldunnar ekið beint inn um vörumóttöku hótelsins, segir blaðamaður mbl.is sem var á staðnum.

Cruise er sem kunnugt hingað til kominn til að leika í kvikmyndinni Oblivion en hann fer með aðalhlutverk í myndinni. Hann sagði í viðtali við Washington Post fyrr í vikunni að hann ætlaði að skoða tökustaði myndarinnar í dag og á morgun en á sunnudag myndi hann taka það rólega með fjölskyldunni en þá er feðradagurinn.

Kvikmyndin Oblivion verður m.a. tekin upp við Jökulheimaleið, rétt við Veiðivötn.

Í viðtali við bandaríska tímaritið People, segist Cruise ætla að eyða afmælisdeginum, 3. júlí, á Íslandi með fjölskyldunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er engin ástæða fyrir þig til að láta deigan síga. Næmi þitt á líðan annarra mun koma sér vel um þessar mundir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel