Lindsay Lohan meðvitundarlaus

Lindsay Lohan komst fljótt til meðvitundar aftur eftir að sjúkraliðar ...
Lindsay Lohan komst fljótt til meðvitundar aftur eftir að sjúkraliðar komu á hótelið þar sem hún dvaldist. Getty Images for Coachella

Kallað var eftir aðstoð sjúkraliða eftir að Lindsay Lohan fannst meðvitundarlaus í svítu á Ritz-Carlton-hótelinu í Los Angeles í dag.

Lohan er núna í tökum á Hollywood-myndinni um Elizabeth Taylor og hafði hún unnið stanslaust í nær tvo daga. Talið er að ofþreyta hafi valdið meðvitundarleysinu.  

Ekki fékkst staðfest hvort hún hafi farið á spítala en sjúkraliðar sáu um að hlúa að henni þar til þeir voru þess fullvissir að ekkert frekar amaði að leikkonunni.

Lohan var í síðustu viku flutt á spítala eftir að hún lenti í árekstri við flutningabíl. Lohan var á Porsche-bíl sínum á hraðbraut í Los Angeles þegar hún rakst á stóran 18 hjóla flutningabíl.

Lindsay Lohan leikur Elizabeth Taylor í nýrri mynd.
Lindsay Lohan leikur Elizabeth Taylor í nýrri mynd. Startraks Photo / Rex Features
mbl.is