Steinunn og Brian sýna í Þýskalandi

Steinunn Ketilsdóttir helmingur tvíeykisins Steinunn og Brian
Steinunn Ketilsdóttir helmingur tvíeykisins Steinunn og Brian mbl.is/Golli

Danshöfundarnir Steinunn og Brian sýna verkið Steinunn and Brian DO art; How to be Original á danshátíðinni Criss Cross í Barnes Crossing í Köln 16. og 17. júní nk.

Þau eru nýkomin úr sýningarferð um Svíþjóð þar sem þau sýndu fyrsta verk sitt, Crazy in love with MR. PERFECT, frá árinu 2007.