Tökur hefjast við Mývatn á mánudag

Undirbúningur fyrir tökur á kvikmyndinni Oblivion við Hrossaborg í Mývatnssveit.
Undirbúningur fyrir tökur á kvikmyndinni Oblivion við Hrossaborg í Mývatnssveit. mbl.is/Birkir Fanndal

Tökur á kvikmynd Tom Cruise, Oblivion, hefjast við Mývatn á mánudag, samkvæmt heimildum mbl.is. Leikmynd og vinnubúðir hafa verið settar upp við gíginn Hrossaborg í Mývatnssveit. Síðar í mánuðinum fara tökur fram við Drekavatn á Jökulheimaleið. Þar hefur einnig verið komið upp leikmynd og búðum fyrir kvikmyndatökuhópinn. Áætlað er að tökum þar ljúki þar í byrjun júlí.

Hluti þess teymis sem hingað kemur til að vinna við myndina mun dvelja á hótelum á hálendi Íslands og í gistingu við Mývatn meðan á tökum stendur.

Tom Cruise kom ásamt fjölskyldu sinni til Íslands á einkaþotu í morgun. Dvelur hann á Hilton hótel Nordica, a.m.k. fyrst í stað. Hann mun skoða tökustaði myndarinnar í dag og á morgun en ætlar að taka því rólega með fjölskyldunni á sunnudag, en þá er feðradagurinn.

Í sendiför á fjarlæga plánetu

Handrit myndarinnar Oblivion byggist á samnefndri teiknimyndasögum eftir Joseph Kosinski og Arvid Nelson en handritshöfundur myndarinnar er William Monahan. Myndin á að gerast í framtíðinni og fjallar um fyrrverandi hermann sem er sendur á fjarlæga plánetu til að gera út af við kynstofn geimvera sem þar búa. En hann er ekki eini maðurinn á plánetunni og eftir komuna þangað fer hann að velta fyrir sér tilgangi ferðarinnar, sín sjálfs og lífsins. 

Meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni, auk Tom Cruise, eru Morgan Freeman og Andrea Riseborough.

Joseph Kosinski leikstýrir myndinni og samkvæmt kvikmyndavefnum IMDB er þetta önnur kvikmyndin sem hann leikstýrir.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern sem þarf á hjálp þinni að halda. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú gætir þurft að annast einhvern sem þarf á hjálp þinni að halda. Lofaðu ekki upp í ermina á þér. Fjárhagsleg tækifæri birtast en þú skalt fara þér að engu óðslega.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Emil Hjörvar Petersen
2
Mohlin & Nyström
3
Shari Lapena
5
Mads Peder Nordbo og Sara Blædel