Skuldar 630 milljónir í skatt

Söngvarinn R. Kelly skuldar um 5 milljónir Bandaríkjadala, eða um 630 milljónir íslenskra króna, í skatt. Hefur söngvarinn ekki borgað alla sína skatta frá árinu 2005. Árið 2008 greiddi hann af skattaskuld sinni 2,6 milljónir dala, um 330 milljónir króna.

R. Kelly var tilneyddur að selja glæsihýsi sitt í Chicago í fyrra en hann lenti í málaferlum vegna vangoldinna afborgana af húsinu.

Söngvarinn er 45 ára og gekkst undir bráðaaðgerð á hálsi á síðasta ári.  Ellefta breiðskífa hans kemur út á þessu ári.

Kelly hefur ekki tjáð sig um málið við fjölmiðla en talsmaður hans segir hann ekki glíma við fjárhagserfiðleika. Kelly hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár og selt yfir 50 þúsund eintök af plötum sínum. Fyrr á árinu tók hann við sérstökum heiðursverðlaunum fyrir framlag sitt til R&B-tónlistarinnar síðustu 25 árin.

mbl.is