Tom Cruise sagður niðurbrotinn

Kate Holmes og Tom Cruise á göngu í miðbæ Reykjavíkur.
Kate Holmes og Tom Cruise á göngu í miðbæ Reykjavíkur. Júlíus Sigurjónsson

Talsmaður bandaríska leikarans Toms Cruise sagði í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að leikarinn væri niðurbrotinn eftir að Katie Holmes sótti um skilnað. Þá hefur verið upplýst að Holmes fari fram á forræði yfir sex ára gamalli dóttur þeirra, Suri.

Slúðursíðan TMZ greinir frá því, og vísar í skilnaðarskjölin, að Holmes hafi sótt um skilnað í gær og beri við ósættanlegum ágreiningi (e. irreconcilable differences). Hún hefur farið fram á forræði yfir Suri og sanngjarna upphæð í meðlag.

Hins vegar vekur athygli að í frétt BBC segir að Cruise og Holmes hafi ekki sést saman síðan í febrúar síðastliðnum. Ekki síst er það athyglisvert í ljósi meðfylgjandi ljósmyndar sem tekin var í miðborg Reykjavíkur á dögunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.