„Þjóðhátíð blásin af?“ slær í gegn

Auglýsingin hefur vakið mikla athygli.
Auglýsingin hefur vakið mikla athygli.

Auglýsingin „Þjóðhátíð blásin af?“ hefur vakið mikla athygli síðan hún birtist fyrst á mbl.is um hádegisbilið á mánudag. Myndbandið hefur verið skoðað 86 þúsund sinnum af rösklega 60 þúsund notendum.

Auglýsingin er sett upp á skemmtilegan máta sem frétt þess efnis að Árni Johnsen og dýraverndunarsinnar krefjist þess að þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verði blásin af til að hlífa lundanum. En auglýsinguna má sjá hér.

„Okkur óraði ekki fyrir því að myndbandið myndi dreifast jafn hratt og raun ber vitni. Hugmyndin var að búa til herferð sem myndi stóla á notendadreifingu á markaðsefninu. Við vildum að þetta yrði efni sem fólk sæktist í og hefði gaman af,“ segir Einar Ben hjá Tjarnargötunni, framleiðslufyrirtæki sem gerði auglýsinguna. Þess má geta 4.500 manns hafa deilt myndbandinu á Facebook.

Einar segir að auglýsandinn Glacéau Vitaminwater og Vífilfell eigi hrós skilið fyrir að hafa tekið þátt í svona óhefðbundnu verkefni. „Við komum til þeirra með hugmynd, það eru ekki allir sem myndu stökkva á svona hugmynd. Það krefst hugrekkis enda um óhefðbundna markaðsherferð að ræða. Einnig skiptir miklu að hafa jafn öflugan vefmiðil eins og mbl.is með okkur í þessu.“

Að mati Einars skapast vinsældir auglýsingarinnar af nokkrum samverkandi þáttum. „Þetta er púsluspil; vörumerkið, þátttakendur og hugmyndin rennur saman í mjög skemmtilega heild. Einnig hefur áhrif að auglýsingin er ekki í þessum hefðbundna ramma, fólk er vant að sjá frétt umkringda auglýsingum en ekki frétt og auglýsingu virka saman með þessum hætti.“

Gunnar Lár Gunnarsson, markaðsstjóri Glacéau Vitaminwater hjá Vífilfelli, segist hafa haft fulla trú á verkefninu en engu að síður hafi þessi mikla aðsókn komið á óvart og verið talsvert yfir væntingum. „Okkur fannst hugmynd strákanna hjá Tjarnargötunni virkilega áhugaverð og í anda þeirrar óhefðbundnu markaðssetningar sem við höfum verið að beita fyrir Glacéau Vitaminwater. Í kjölfarið ákváðum við því að slá til og taka þátt í verkefninu. Við erum virkilega ánægðir með framkvæmdina hjá Tjarnargötu og samstarfið við mbl.is, sem hefur sýnt styrk sinn í þessari herferð. Ólíkt öðrum boðmiðlunarleiðum þá er hægt að sjá aðsókn og viðbrögð neytenda í rauntíma á netinu og var virkilega áhugavert að fylgjast með flettingum margfaldast fyrsta sólarhringinn og viðbrögðunum í kjölfarið á samfélagsmiðlum.“

Þess má geta að um verslunarmannahelgina mun Glacéau Vitaminwater í samstarfi við mbl.is birta samantekt frá þjóðhátíð í Eyjum. Myndböndin munu innihalda léttar og skemmtilegar samantektir frá því sem fyrir augu ber á þjóðhátíð. Einnig má fylgjast með myndum frá þjóðhátíð í beinni undir #dalurinn á Instagram og Twitter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson