Fékk nýjan bíl fyrir myndirnar

Ástþór Magnússon hefur nú snúið sér aftur að ljósmyndun og ljósmyndavinnslu eftir að hafa staðið í forsetaframboði ásamt öðru. Á morgun opnar hann sýningu í Gallerí Fold þar sem hann sýnir ljósmyndir sem hann tók á dögunum í Þríhnjúkagíg en einnig í Vestmannaeyjagosinu fyrir fjörutíu árum en hann notar nýja tækni til að vinna myndirnar fyrir sýninguna sem hann kallar Glöggmynd.

Sérstakri glögg er hellt yfir myndirnar til að gefa þeim meiri dýpt og skerpa á litum. Glöggin myndar glerung yfir myndirnar sem einnig ver þær til framtíðar og eiga myndirnar að endast í meira en 200 ár án nokkurrar upplitunar.

Ástþór var í ljósmyndanámi í London fyrir tæpum fjörutíu árum þegar gosið var að hefjast í Vestmannaeyjum og hafði samband við breska blaðið Sunday Times sem sendi Ástþór til landsins til að taka myndir. Hann dvaldi í Eyjum í nokkra daga og myndirnar úr ferðinni birtust í dagblöðum víða um heim og fékk Ástþór góð laun fyrir en hann segist hafa komið á splunkunýjum bíl í skólann nokkrum vikum síðar sem gerði skólafélagana græna af öfund.

Í tilefni af sýningunni kemur út í dag bókin „ICELAND INSIDE“ með myndum úr Þríhnjúkagíg, Vestmannaeyjagosinu og íslenskar landslagsmyndir eftir Ástþór.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamalt mál úr fortíðinni lifnar við og kemur þér á óvart. Einhver kemur þér rækilega á óvart.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gamalt mál úr fortíðinni lifnar við og kemur þér á óvart. Einhver kemur þér rækilega á óvart.