Á morgun verður opnuð sýningin ChronoTopology í Vilnius.
Þar sýna listakonurnar Anna Eyjólfsdóttir, Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir og Þuríður Sigurðardóttir en þær tilheyra Start Art-hópnum. Verkin unnu þær sérstaklega fyrir sýninguna í ólíka miðla.