Herbert Lom látinn

Herbert Lom í The Ladykillers.
Herbert Lom í The Ladykillers. mbl.is

Leikarinn Herbert Lom er látinn, 95 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika Charles Dreyfus í myndunum um Bleika pardusinn.

Lom fæddist í Tékklandi en bjó í London. Hann lék í yfir 100 kvikmyndum á ferli sínum sem spannaði 60 ár. Þeirra á meðal eru myndirnar The Ladykillers, Spartacus og El Cid.

Fjölskylda hans segir hann hafa dáið í svefni í dag.

Lom lék m.a. tvívegis Napóleon Bonaparte. Hann kom fyrst fram í hlutverki lögregluforingjans Dreyfus í Bleika pardusnum árið 1964. Á árunum lék hann í þáttunum Corter læknir (The Human Jungle) sem voru sýndir í íslensku sjónvarpi en þættirnir voru framleiddir á árunum 1963-1964.

Lom hét fullu nafni Herbert Charles Angelo Kuchacevich ze Schluderpacheru. Hann fæddist í Prag árið 1917. Þar ólst hann upp og gekk í háskóla.

Hann hóf feril sinn á sviði í Tékkóslóvakíu en flutti svo til Englands í byrjun seinni heimsstyrjaldarinnar.

Þar fór hann í leiklistarnám og kom fram í sinni fyrstu kvikmynd árið 1940.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert kalin/n á hjarta eftir höfnun. Þú veðjaðir því miður á rangan hest. Láttu hart mæta hörðu.