Farin í meðferð

Nadya Sulaman fékk mikla athygli víða um heim þegar hún …
Nadya Sulaman fékk mikla athygli víða um heim þegar hún gekk með og fæddi áttbura.

Áttburamamman Nadya Suleman er komin í meðferð.

Skráði hún sig inn á meðferðarstofnun í Kaliforníu um nýliðna helgi samkvæmt slúðurmiðlinum TMZ.com. Að sögn talmanns Sulemann var hún orðin háð kvíðalyfinu Xanax og ákvað því að leita sér hjálpar.

Á meðan sjá þrjár barnfóstrur um börn hennar fjórtán, auk þess sem tveir vinir hennar auk bílstjóra sjá um að halda heimilinu gangandi.

Hagur vænkast eftir fullorðinsmynd

Að sögn TMZ þarf Sulemann ekki að greiða fyrir meðferðina en umrædd stofnun hefur samþykkt að taka hana að sér í boði hússins. Sjá forsvarsmenn sér eflaust hag í auglýsingagildi þess að fá Suleman sem kúnna.

Ekki það að hún hefði ekki efni á því að greiða fyrir sig sjálf. Rambaði hún um tíma á barmi gjaldþrots í kjölfar þess sem tekjur af umfjöllun um fjölskylduna fóru þverrandi. Vænkaðist hagur Nadyu hins vegar heldur eftir að hún fékk greitt fyrir þátttöku sína í fullorðinsmyndinni: „Octomom: Home Alone“. 

Gerðu greiðslurnar henni m.a. fært að kaupa nýtt þak yfir höfuð fjölskyldunnar auk þess að standa straum af kostnaði við barnfóstrur og aðra aðstoð sem fjölskyldan nýtur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.