Myndi frekar velja heilahimnubólgu

Monitor / Styrmir Kári

„Ég get sagt þér að ég myndi frekar vilja fá aðra heilahimnubólgu en að ganga í gegnum svona nauðgunarkærumál aftur,“ segir Egill Einarsson í opinskáu viðtali við Monitor í dag en síðasta sumar fékk Egill bráðaheilahimnubólgu og var meðvitundarlaus í tvo daga. Á laugardegi fékk Egill mikinn hausverk og hita en hann ætlaði þó ekki að hringja í lækni. Það gerði þó kærasta Egils og mátti litlu muna að hann kveddi þennan heim. „Sjúkrabíll sótti mig svo heim og læknirinn sagði við mig að ef ég hefði komið fimm mínútum seinna á sjúkrahúsið þá væri ég dáinn. Þetta var tæpt,“ útskýrir Egill í viðtalinu.

Í viðtalinu svarar Egill meðal annars því hvort hann líti á sig sem fyrirmynd og hvers vegna hann sé svona umdeildur.

Viðtalið við Gillz má lesa hér að neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Láttu þér ekki til hugar koma að grasið sé grænna handan hornsins. Fylgdu sannfæringu þinni fyrst og fremst og allt fellur í ljúfa löð.