Depardieu segist greiða 85% tekna í skatta

Gerard Depardieu
Gerard Depardieu CHARLES PLATIAU

Franski leikarinn Gerard Depardieu hefur ákveðið að afsala sér frönsku vegabréfi. Ástæðan er sú að hann segir að forsætisráðherra landsins hafi móðgað sig þegar hann sagði að Depardieu væri brjóstumkennanlegur eftir að hann flutti til Belgíu til að komast hjá skattgreiðslum.

Leikarinn birti í dag opið bréf til Jean-Marc Ayrault forsætisráðherra þar sem kemur fram að hann ætli að afsala sér frönsku vegabréfi. Hann segist hafa sætt óréttmætri meðferð eftir að hafa greitt milljónir evra í fransks samfélags í mörg ár.

Depardieu sagðist ekki vera að biðja um að fólk samþykkti ákvörðun sína að flytja til Belgíu, en hann ætlaðist til þess að sér væri sýnd lágmarks virðing. „Þeir sem hafa yfirgefið Frakkland hafa ekki verið móðgaðir eins og ég,“ segir hann í bréfi sem birtist í Le Journal du Dimanche.

Francois Hollande, forseti Frakklands, hefur ákveðið að hækka tekjuskatt þeirra sem eru með meira en 1,3 milljónir evra í tekjur á ári upp í 75%. Þetta hefur orðið til þess að nokkrir af auðugustu mönnum landsins hafa flutt lögheimili sitt frá Frakklandi.

„Ég er að fara vegna þess að þú telur að það eigi að refsa fyrir velgengni, sköpun, hæfileika og allt það sem er öðruvísi,“ segir Depardieu í bréfinu til Ayrault forsætisráðherra.

Depardieu segist hafa greitt 85% tekna sinna árið 2012 í skatta og að hann hafi á 45 árum greitt 145 milljónir evra í skatta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Einhverjir eru að reyna að rugla þig í ríminu. Farðu eftir sannfæringu þinni því svo mikið veistu um málin að þú þarft ekki að elta fjöldann.