Tiger Woods og Elin Nordegren saman á ný

Ástin hefur blossað upp á ný á milli Tiger Woods og fyrrverandi eiginkonu hans, Elinu Nordegren.

Hjónin skildu eftir að upp um framhjáhald hans komst árið 2009. Þau gengu formlega frá skilnaðnum 2010. Nú greinir National Enquirer frá því að hann sé búinn að vinna hana til baka og gert við hana 200 milljón dollara samningi. 

Heimildarmaður blaðsins segir að Woods hafi lofað að halda aldrei framhjá Nordegren aftur og virðist það loforð hafa hitt hana í hjartastað. 

Woods og Nordegren eiga saman tvö börn, Samönthu sem er fimm ára og Charlie sem er þriggja ára.

Auk þess hafði heimildarmaðurinn eftir Woods að hann gæti ekki lifað án Nordegren enda hefur ferill hans ekki verið upp á marga fiska eftir skilnaðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina