Múrmeldýrið sá ekki skuggann sinn

Vorið er handan við hornið ef marka má múrmeldýrið Phil sem spáði því í dag í bænum Punxsutawney í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum að vetrinum lyki að þessu sinni í fyrra fallinu. Phil var að vanda tekinn út úr greni sínu og sá ekki skuggann sinn sem þýðir að veðurfarslegar breytingar séu í kortunum.

Fram kemur í frétt AFP að umrædd hefð eigi rætur sínar í þeirri hefð á meðal þýskra bænda að fylgjast náið með hegðun dýra til þess að meta hvenær væri rétt að hefja sáningu í akra sína.

Í seinni tíð er hefðin einkum þekkt vegna frægrar kvikmyndar sem frumsýnd var árið 1993 með þeim Bill Murray og Andy McDowell í aðalhlutverkum. Þar lék Murray mann sem endurupplifði í sífellu sama daginn sem vildi svo til að var dagur múrmeldýrsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sama hvað amar að þér, aldagömul hjálparmeðul koma að gagni. Mundu að seinna kemur að þér að endurgjalda greiða.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sama hvað amar að þér, aldagömul hjálparmeðul koma að gagni. Mundu að seinna kemur að þér að endurgjalda greiða.