Áframhaldandi samstarf verður um RIFF

Dario Argento fékk heiðursverðlaun RIFF 2012. Hann tekur hér við …
Dario Argento fékk heiðursverðlaun RIFF 2012. Hann tekur hér við verðlaununum frá Jóni Gnarr og Hrönn Marínósdóttur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tillaga að áframhaldandi samstarfi Reykjavíkurborgar og Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, liggur fyrir og verður borin upp á næsta fundi menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar hinn 25. febrúar, samkvæmt yfirlýsingu frá RIFF.

Kvikmyndahátíðin er að mestu fjármögnuð með styrkjum og höfðu komið fram fréttir um að menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar hygðist ekki styrkja hátíðina frekar.

Í yfirlýsingu frá Hrönn Marínósdóttur, stjórnanda RIFF, nú síðdegis segir að kvikmyndahátíðin hafi vaxið hratt á undanförnum árum og reksturinn hafi þar af leiðandi sífellt orðið umfangsmeiri og þyngri, „en RIFF hefur í gegnum tíðina vakið athygli kvikmyndaáhugafólks hér á landi og erlendis“.

RIFF greiddi laun nefndarmanna sem starfaði á vegum hátíðarinnar og Reykjavíkurborgar við að fara yfir framkvæmd og rekstur hátíðarinnar, samkvæmt yfirlýsingunni. Í kjölfar þeirrar vinnu hefur hátíðin átt gott samstarf við Einar Örn Benediktsson, formann menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, um endurskoðun á innra skipulagi hátíðarinnar.

„Endurskoðunin lýtur að skipun stjórnar hátíðar og að umfangi hennar. Engar formlegar athugasemdir hafa verið gerðar við fjármál hátíðarinnar og er ársreikningur hennar í endurskoðun,“ segir í yfirlýsingu Hrannar.

Stefnt er að því  að halda tíundu Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Reykjavík 26. september til 6. október næstkomandi.

Í stjórn Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík munu sitja Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður, Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Max Dager, forstöðumaður Norræna hússins, Skúli Valberg Ólafsson framkvæmdastjóri og Hrönn Marínósdóttir, stjórnandi RIFF.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Slakaðu á, þú veist að þú ert frábær. Samræður innan fjölskyldunnar eru dýpri en endranær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það sem þú ákveður að gera í dag munt þú leysa mjög vel úr hendi. Slakaðu á, þú veist að þú ert frábær. Samræður innan fjölskyldunnar eru dýpri en endranær.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
4
Emil Hjörvar Petersen
5
Anna Bågstam