„Fékk mig til að hugsa upp á nýtt“

Steinunn Sigurðardóttir við verk Birgis Andréssonar, A-8.
Steinunn Sigurðardóttir við verk Birgis Andréssonar, A-8.

Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður valdi í dag verk vikunnar á  sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum. Verkið sem varð fyrir valinu heitir A-8 og er eftir Birgi Andrésson (1955-2007). 

Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til þjóðþekktra einstaklinga og beðið þá að velja sér uppáhaldsverk á sýningunni  á hverjum fimmtudegi kl. 12.15. Þau sem hafa nú þegar valið verk vikunnar eru auk Steinunnar þau Jón Gnarr, Guðrún Ásmundsdóttir, Hugleikur Dagsson og Hrefna Sætran. Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu velur sér uppáhaldsverk á Flæði þann 4. apríl n.k.

Steinunn sagði þetta m.a. á Kjarvalsstöðum í dag um val sitt á verkinu A-8:

„Ég valdi þetta verk því listamaðurinn Birgir hafði mikil áhrif á mig. Birgir vann með þjóðararfinn okkar og kynnti mig fyrir þeim fjársjóði sem í honum liggur. Hann fékk mig til að hugsa upp á nýtt og hafði þau áhrif að ég fór sjálf að vinna með Ísland í minni listsköpun.  Birgir var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum árið 1995 og sýndi þar hina fallegu Fánaborg en það var í fyrsta skipti sem ég sá prjónalistaverk. Ég kynntist Birgi persónulega nokkrum árum síðar og bað hann að gera fyrir mig tvö verk í anda Fánaborgarinnar. Ég  eignaðist í kjölfarið tvo prjónaða fána í sauðalitunum eftir hann sem hanga uppi á vegg heima og mér finnst eins og hin íslenska þjóð hangi upp á vegg hjá mér.  Birgir tók miklu ástfóstri við son minn og hvatti okkur foreldra hans til að gefa honum hvolp. Það dróst nokkuð á langinn og þá brá Birgir á þá ráð að teikna lítinn hvolp handa honum og gaf honum með áletruninni, ,,Elsku karlinn minn, hér er lítill hvolpur handa þér. Þinn Birgir.“  Þetta lýsir Birgi vel og hvað hann tengdist oft fólki nánum böndum.“

Um listamanninn

Birgir Andrésson (1955–2007) var einna fyrstur íslenskra myndlistarmanna til að skoða ýmsa þætti í listsköpun sinni sem voru innbyggðir í  íslenska menningu, svo sem frímerki, útsaumsmynstur, íslenska fánann og forna rímskipan.

 Verkið A-8

Verkið A-8 (1989-1991) er prentlitur á álplötu og  var keypt inn í safneign Listasafns Reykjavíkur árið 1993. Verkið tilheyrir myndröðinni Nálægð og birtist fyrst í bókverki árið 1989.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler