Beitti sömu aðferðafræði og í keppnum

Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu valdi verkið Landslag
Einar Bárðarson forstöðumaður Höfuðborgarstofu valdi verkið Landslag

Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, valdi verkið Landslag (1965) eftir Guðmund Karl Ásbjörnsson á sýningunni Flæði á Kjarvalsstöðum í dag.

Listasafn Reykjavíkur hefur leitað til nokkurra einstaklinga og beðið þá að velja sér uppáhaldsverk á sýningunni. Þau sem hafa nú þegar valið verk vikunnar eru auk Einars þau Jón Gnarr, Guðrún Ásmundsdóttir, Hugleikur Dagsson, Hrefna Sætran, Steinunn Sigurðardóttir og Andri Snær Magnason. Ómar Ragnarsson velur verk vikunnar næsta fimmtudag.

Einar segir að það hafi verið erfitt að velja úr þeim fjölda málverka sem eru á sýningunni en hann hafi notað sömu aðferðafræði og þegar hann hefur dæmt í hæfileika- og söngkeppnum.

„Sú aðferðafræði snýst um að ef ég er tilbúinn til þess að greiða fyrir upptöku fyrir viðkomandi þá kemst hann áfram. Það sama átti við um þetta val en ég væri tilbúinn til að hafa þetta verk uppi á vegg hjá mér. Við eiginkona mín höfum einkum keypt samtímalistaverk eftir listamenn eins og Ásdísi Spanó, Línu Rut, Húbert Nóa, Pétur Gaut og fleiri.

Þetta verk er mun hefðbundnara þau verk en það er það fallegt að ég myndi vilja hafa það heima í stofu. Ég er virkilega hrifinn af sýningunni Flæði og þeim fjölbreytileika sem hún býður upp á en í hvert skipti sem ég kem þá hefur hún tekið gagngerum breytingum,“ er haft eftir Einari í tilkynningu.

Guðmundur Karl Ásbjörnsson (f. 1938) stundaði nám við Myndlistaskólann í Reykjavík m.a. undir leiðsögn Ásmundar Sveinssonar og Harðar Ágústssonar. Hann lærði einnig við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Á sjöunda áratugnum var hann við nám í Flórens og Barcelona. Guðmundur hélt sína fyrstu einkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins árið 1965 en verkið Landslag hefur líklega tilheyrt þeirri sýningu. Hann hefur ýmist búið á Íslandi eða í Þýskalandi frá því að listnámi lauk og hefur haldið fjölda sýninga þar í landi. Listasafn Reykjavíkur keypti verkið af listamanninum árið 1968.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson