Húmorinn og Ísland hjálpuðu Cruise

Tom Cruise segir Ísland hafa hjálpað honum að dreifa huganum …
Tom Cruise segir Ísland hafa hjálpað honum að dreifa huganum frá skilnaðnum. AFP

Tom Cruise tjáði sig um skilnaðinn við Katie Holmes í fyrsta sinn við fjölmiðla í viðtali við þýska sjónvarpstöð á dögunum. Þar segir hann hafa hjálpað að vera á Íslandi þegar ósköpin gengu yfir.

„Ég átti ekki von á því [að Katie sækti um skilnað],“ sagði leikarinn í viðtali við þýsku sjónvarpstöðina PRO 7. Vitnaði hann þar til þess þegar Holmes sótti um skilnað frá honum þann 28. júní síðastliðinn, fimm dögum fyrir fimmtugsafmælið hans.

Segist leikarinn hafa dembt sér á kaf í tökur myndarinnar Oblivion á Íslandi, þar sem hann var sem kunnugt er staddur. Landið ásamt eigin skopskyni, hafi hjálpað honum að komast yfir skilnaðinn.

„Ég fór í flúðasiglingar, kafaði, ók um jökla á snjóbílum og kleif fjöll,“ segir leikarinn í sjónvarpsviðtalinu sem birtist einnig í tímaritinu Bunte Magazine.

„Lífið er eins og ljúfsár gamanleikur á köflum, maður þarf að hafa húmor,“ bætti leikarinn við.

Vill ekki vera aflokaður

Cruise, sem staddur var í Vínarborg við kynningu á fyrrnefndri mynd, segist annars staðráðinn í að hafa áfram báða fætur á jörðinni, þrátt fyrir ómældan áhuga fjölmiðla á einkalífi hans.

Segir hann börn sín þrjú hafa að miklum hluta til alist upp á tökustöðum kvikmynda hans en dyr hans standi þeim ávallt opnar og svo verði áfram Þá vill hann ekki lifa einangruðu lífi.

„Ég lifi ekki einangruðu lífi, ég vil eiga samskipti við fólk,“ bætti hann við og lét engan bilbug á sér finna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson