Gwyneth fer mest í taugarnar á fólki

Gwyneth Paltrow fer í taugarnar á mörgum.
Gwyneth Paltrow fer í taugarnar á mörgum. Jason Merritt

Hún er þekkt fyrir að mæra vænan og grænan lífsstíl, sem gæti hafa orðið til þess að menn hafa horn í síðu hennar. Gwyneth Paltrow var í það minnsta valin óvinsælasta stjarnan í Hollywood á dögunum. 

Hin fertuga Iron Man-leikkona varð efst í árlegu kjöri tímaritsins Star, yfir þær 20 stjörnur sem fara mest í taugarnar á lesendum.

Næst á eftir kom Twilight-leikkonan Kristen Stewart en óvinsældir hennar eru m.a. taldar að rekja til framjáhalds hennar með leikstjóranum Rupert Sander, þegar bæði áttu aðra maka á síðasta ári.

Í þriðja og fjórða sæti lentu Jennifer Lopez og fyrrum ástmögur Katy Perry, John Mayer en Greys Anatomy-leikkonan Katherine Heigl var fimmta.

Ekki kemur á óvart að umdeildar stjörnur á borð við Justin Bieber og Kim Kardashian rötuðu á listann. Athygli vekur hins vegar að Chris Brown, sem margir hafa gagnrýnt Rihönnu fyrir að taka við aftur, lenti í 20. sæti. 

Annars leit listinn í heild í ár svona út:

1. Gwyneth Paltrow

2. Kristen Stewart

3. Jennifer Lopez

4. John Mayer

5. Katherine Heigl

6. Matt Lauer

7. Madonna

8. Justin Bieber

9. Anne Hathaway

10. Kris Jenner

11. Kim Kardashian

12. Leann Rimes

13. Ashton Kutcher

14. Jay Leno

15. Angelina Jolie

16. Lindsay Lohan

17. Shia LaBeouf

18. Taylor Swift

19. Jesse James

20. Chris Brown

mbl.is

Bloggað um fréttina