Jóhanna Sigurðardóttir í Simpsons

Ekki fer á milli mála hver hér er á ferðinni …
Ekki fer á milli mála hver hér er á ferðinni í Íslandsþætti Simpsons.

Strákarnir í Sigur Rós voru ekki einu þjóðþekktu Íslendingarnir sem teiknaðir voru fyrir Íslandsþátt Simpsons, sem sýndur var í Bandaríkjunum í kvöld, því Jóhönnu Sigurðardóttur fráfarandi forsætisráðherra brá einnig fyrir á skjánum, fagurgulri á lit.

Þátturinn nefnist The Saga of Carl, sem útlagst gæti sem Karls saga Karlssonar. Í honum ferðast Homer, Moe og Lenny til Íslands til að elta uppi vin sinn, afrísk-íslenska Bandaríkjamanninn Carl, eftir að hann stingur af til „heimalandsins“ með lottóvinning sem þeir félagar unnu í sameiningu.

Á Íslandi lenda þeir í ýmsum svaðilförum og má segja að í þættinum séu dregnar fram ýmsar klassískar klisjur, m.a. bregður fyrir kæstum hákarli, lopapeysum, norðurljósum, álfum og tröllum.

Sigur Rós frumsamdi alla tónlist í þættinum og eins og gefið hafði verið út voru þeir félagar teiknaðir sérstaklega fyrir þáttinn en í kvöld kom í ljós að Jóhanna Sigurðardóttir fékk einnig nýtt líf á skjánum. Þrátt fyrir gulan húðlitin, í anda Simpsons, var hún auðþekkjanleg af fagurhvítu hárinu og stóri perluhálsfesti.

Svona lítur Sigur Rós út í Simpsons

Plakatið sem gefið var út fyrir Simpsons þáttinn Saga of …
Plakatið sem gefið var út fyrir Simpsons þáttinn Saga of Carl.
Homer og félagar sjást hér í lopapeysum.
Homer og félagar sjást hér í lopapeysum.
Þarna eru þeir - meðlimir Sigur Rósar - í lokaþættinum …
Þarna eru þeir - meðlimir Sigur Rósar - í lokaþættinum af The Simpsons.
Hómar fær sér hákarl og hangikjöt.
Hómar fær sér hákarl og hangikjöt.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.