10 týpur sem þú hittir í sundi

Þessi er reyndar ekki ein af týpunum sem maður er …
Þessi er reyndar ekki ein af týpunum sem maður er vanur að rekast á í sundi. Ljósmynd/ Styrmir Kári

Þegar hlýnar í veðri flykkjast landsmenn allir í sund til að sýna sig, sjá aðra og sleikja sólina.

1. Heitu potta-karlarnir. Þessir herramenn taka daginn snemma og henda sér í heitustu pottana þar sem þeir ræða um ríkisstjórnina, veðrið og gömlu góðu dagana. 

2. Rennibrautadólgarnir. Rennibrautadólgar eru á öllum aldri en eiga það allir sameiginlegt að finna hjá sér mikla þörf til að framkvæma stórkostleg áhættuatriði í rennibrautinni.

3. Stífmálaða stúlkan. Líklega er hún á deiti eða í makaleit en eitt er víst, hún er ekki komin til að bleyta á sér hárið með sundtöktum. 

4. Spéhræddi ferðamaðurinn. Hann klæðir sig í sundfötin inni á klósetti og hleypur í gegnum sturtuklefann svo hann eyði sem minnstum tíma með kynfærum annars fólks.

5. Skvettukrakkarnir. Á meðan þeir kafa humma þeir Jaws-stefið og svo stökkva þeir upp og reyna að kaffæra allt sem hreyfist með tilheyrandi skvettum og látum.

6. Brúnkufíkillinn. Brúnkufíkillinn mætti á sundlaugarbakkann baðaður í olíu, með eggjaklukku á kantinum og gulrætur í nesti. 

7. Reiða foreldrið. “Styrmir Brimar Starkaðarson, viltu hætta að pissa í laugina á stundinni.” 

8. Ástfangna parið. Þau kúra heima, þau kúra í strætó og þau kúra í bíó. Núna kúra þau í sundi og þeim er alveg sama þó sleikurinn þeirra fari í taugarnar á þér.

9. Loðfíllinn. Stór karlmaður í brúnni lopapeysu? Nei, þetta eru bringuhár og hann er stoltur af þeim. 

10. Kempan. Kempan kemur askvaðandi út úr klefanum íklædd rauðri speedoskýlu og silfurlitaðri sundhettu með nefklemmu í annarri og sundgleraugun í hinni. Kempan stingur sér í laugina og sést svo ekki næsta klukkutímann.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson