Norski „refurinn“ vekur athygli

Ylvis bræður eru norskir skemmtikraftar sem hafa tekið sér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina. Þeir hafa tekið þátt í sjónvarpsþáttum, leikið í leikhúsi, gefið út nokkur lög og þar fram eftir götunum. Nýjasta útspil þeirra er ansi áhugavert, en þar er um að ræða lag ásamt tónlistarmyndbandi sem hefur fengið gríðarmikla athygli. Það var birt fyrir tæpri viku síðan og hefur þegar fengið um ellefu milljón áhorf á vefsíðunni Youtube. Ekki virðast þó allir áhorfendur átta sig á því að hér sé um grín að ræða ef marka má sum ummælanna við lagið.

Lagið heitir „The Fox“ og má sjá herlegheitin hér að neðan.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að verða leiður á lexíum í manngæsku og ert tilbúinn að læra eitthvað allt annað. Vert þú eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að verða leiður á lexíum í manngæsku og ert tilbúinn að læra eitthvað allt annað. Vert þú eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.