Skutluðu ljóninu í lögreglubílnum

Ljónið í lögreglubílnum.
Ljónið í lögreglubílnum. Sky-fréttastofan

Hræddur vegfarandi í Kúveit hringdi í neyðarlínuna þegar hann varð var við ljón sem rölti um götur borgar þar í landi. Að sögn Sky-fréttastofunnar var lögregla fljót að bregðast við og kom á vettvang til að handsama dýrið.

Tókst lögreglumönnunum að ná dýrinu og var því komið fyrir í lögreglubílnum. Í ljós kom að dýrið tilheyrði manni sem vildi hafa ljónið sem gæludýr á heimili sínu. Maðurinn á nú von á ákæru vegna lögbrots.

Frétt Sky-fréttastofunnar.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að verða leiður á lexíum í manngæsku og ert tilbúinn að læra eitthvað allt annað. Vert þú eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að verða leiður á lexíum í manngæsku og ert tilbúinn að læra eitthvað allt annað. Vert þú eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.