Vegfarendur blekktir með nýjum iPhone

Miklar umræður hafa spunnist um nýjustu afurðir Apple sem kynntar voru til leiks nýlega. Sitt sýnist hverjum um þá bræður iPhone 5s og iPhone 5c, en fáum brá þó líklega eins mikið og vegfarendum sem spjallþáttastjórnandinn vinsæli stöðvaði á förnum vegi og sannfærði um að iPad væri raunverulega hinn nýi iPhone 5s.

Myndband segir meira en tvöþúsund orð.

mbl.is